Jæja, nú er samkeppnisstofnun búin að skila skýrslu um rannsóknina á olíufélögunum og hún er sko safarík! Gögn sýna að yfirmenn olíufélaganna höfðu ítarlegt samráð um þáttöku í úboðum og verðlagningu, einnig fundust pappírar og tölvupóstur sem sýna að mennirnir vissu að þeir væru að brjóta lög, og einnig merki um að þeir hafi reynt að fela slóðina með því að breyta skjölum og minna hverjir aðra á að fara nú varlega með upplýsingar um lögbrot sín. M.a. sendir fjármálastjóri Olís tölvupóst til Skeljungs þar sem hann “skilur ekki í því að þeir sendi fax út af þessu útboði, það er allt of varasamt”.
Þegar samkeppnisstofnun gerði húsleit sína vissu yfirmenn félaganna strax að þeir væru með allt niður um sig. Og hvað gerist? Byrja ekki ungir sjálfstæðismenn að hamast á samkeppnisstofnun fyrir þessa afskiptasemi? Í ljósi þess sem fram er komið hlýtur maður að spyrja sig hvaða hagsmunum þeir séu að þjóna í sínu starfi. Eru ungir sjálfstæðismenn varðhundar glæpamanna?


http://www.visir.is/ifx/?MIval=frettir _btm&nr=143148&v=2