Hversu lágt geta íslenskir stjórnmálamenn lagst til að kaupa sér velvild bandaríkjamanna.
Davíð rauk til og lýsti yfir stuðningi við stríðið í Írak.
Nú hefur utanríkisráðuneytið reynt að taka yfir dómskerfið - af hræðslu við að varnarsamningurinn fari út um þúfur. Á að sleppa glæpamanni þess vegna? Mér finnst við vera komin út á mjög hála braut ef varnaliðsmenn eiga að geta hagað sér eins og þeir vilja hér á landi í trausti þess að þeir komi aldrei fyrir íslenska dómstóla.