Hvaða frekja er í liðinu þarna fyrir vestan, nú á að fresta þessum göngum sem átti að byggja, þetta voru umdeild göng alveg frá byrjun og þá aðalega að þetta eru dýr göng og örfáir íbúar sem eiga heima þarna.

núna í fréttum sér maður að það er farin spes sendinefnd til að röfla í Dabba, ég er ekkert hissa á að fólk úti á landi hafi fengið það í gegn að allt landið hefði sama símtaxta þó það gefi auga leið að það kostar meira að leggja símalínu til fámennra og fjarlægra staða úti á landi og halda þeim símalínum við.

Meira en helmingur af þjóðinni á heima í Reykjavík, og samt er hellingur í samgöngumálum sem má laga í Reykjavík. og svo er þetta fólk hissa á að það á að fresta framkvæmdum upp á mörg hundruð miljónir fyrir nokkur hundruð manna þorp úti á landi. minnir að þessi göng eigi að kosta um miljarð. eða 1000 miljónir.