Ég var að lesa frétt á mbl.is um 16 ára strák í Danmörku sem var dæmdur í 4 ára fangelsi og þurfti að borga háar skaðabætur fyrir að skera merki sitt í 60 járnbrautavagna og í fyrra var enskur ríkisborgari handtekinn í Danmörku fyrir eins skemmdarverk á einum járnbrautarvagni og var dæmdur í 40 daga fangelsi og greiðslu um 2,7 milljóna króna sektar. Hérna á Íslandi hefur nauðgari verið dæmdur í minna fangelsi en þetta, og hvað með pabbann á akranesi sem var fundinn sekur um að hafa beitt dóttur sína kynferðislegu ofbeldi, mig minnir að hann hafi ekki farið í neitt fangelsi, þetta er náttúrulega ekki sama landið, en þetta sýnir hvað sumir dómar hérna eru linir.