Ég bý í Reykjavík og því orðin vön veggjakroti og öðrum subbuskap. Þó er eitt sem vekur undrun mína, undanfarið finnst mér hafa borið mikið á því að einhver skrifi stafina wnc á veggina, þykir mér þetta hvimleitt þar sem þetta hefur í fimm skipti birst á húsveggnum fyrir neðan gluggan hjá mér. Alltaf hef ég þrifið subbuskapinn af, en nú er mál að linni!
Á leið minni um borgina hef ég séð þetta víðar, gott ef viðkomandi hefur ekki útbíað bæinn allann, og skrifað þessa stafi sína á mörg hundruð veggi! Oft sé ég þetta líka skrifað á litla miða og klesst á staura og ruslafötur, stundum nær hæðin á skriftinni upp í mannhæð. Nú þyrfti að taka í hnakkadrambið á viðkomandi og veita honum/henni tiltal!