Ég rétt byrjaði að finna verk í í 2 tönnum fyrir mánuði og hélt að ég væri með svona 2-3 skemmdir. Ég fór til tannlæknis sem sagði mér að ég væri með 10 skemmdir og þá 2 sem væru alvarlegar og fyllingar voru losnar úr… og ég pantaði 4 tíma seinna í sumar en hann sagði að ég þyrfti líklega að koma oftar en þessa 4 tíma…

En málið er að hann rétt kíkti upp í mig í korter og það kostaði 4800 krónur! Ég er reyndar 17 ára svo ég þurfti bara að borga eitthvað 1500 krónur.

En ef það kostaði 1500 bara að skoða og panta tíma fyrir viðgerð þá þori ég varla að hugsa út í hvað þetta mun kosta fyrir sumarið. Örugglega á milli 10-20 þúsund eftir að það er búið að borga til baka trygginguna.

Afhverju skiptir ríkið sér ekki meira af þessu ?

Þetta er alveg að setja fjármálin á annan enda í sumar því að staðan einmitt núna er þannig að það þarf að spara hverja einustu krónu á heimilinu.

En pælið í því að ég er að væla þegar ég þarf bara að borga eitthvað 20% af upphæðinni.

Ef ég væri 18+ ára þá eins og mamma mín myndi ég ekki fara til tannlæknis nema það væri algjört neyðarástand.

Er þetta ekki bara ein af ástæðunum afhverju við erum með svo mörg vandamál í sambandi við tennur ? Það þorir enginn að fara til tannlæknis nema það sé neyðarástand eða maður sé að vaða í peningum!

Annars þá á ástæðan víst að vera sú að ég nota ekki oft tannþráð.. hann sagði að ég þyrfti að nota tannþráð á hverjum degi.

Ég sem er með hvítar og fallegar tennur og bursta þær 2x á dag og borða ekki oft nammi hélt að þetta væri bara allt í góðum málum. En þá eru þetta víst kjötbitar eða eitthvað sem festist þetta og maður finnur ekkert fyrir því og eftir smá tíma byrjar það að skemma tennurnar.

En ég bara man aldrei eftir því að það hefði verið frætt mann að það væri svona mikilvægt að nota tannþráð. Hann talaði eins og það væri jafn mikilvægt og að bursta ef ekki mikilvægara.

Þegar ég var krakki þá var alltaf sagt manni að bursta reglulega en það eiginlega aldrei nefnt tannþráð :S

P.s. er reyndar víst á lyfjum sem að hafa neikvæð áhrif á tennur svo maður þarf að hugsa extra vel um þær.<br><br>________________________________________________________________________________________

Tækifærið er núna! <b>Samfylkingin</