ég var að hlusta á útvarp sögu í morgun… og þar heyrði ég að það á að breyta henni allveg slatta… og þeir þættir sem mér finnst bestir eru að fara að hætta. Mér finnst þetta allveg hræðilegt. ok það er kannski soldið skrítið að 19 ára stelpa hlusti meira á útvarp Sögu heldur en á t.d. FM 957 en svona er ég skrítin… mér finnst bara skemmtilegra að hlusta á umræður um pólitík heldur en prump og piss brandara á FM 957

en þeir sem hafa eitthvað að ráði hlustað á útvarp sögu vita líklegast hversu skemmtilegar umræðurnar geta verið og allveg ótrúlega áhugverðar og fróðlega
“ég geri ekki neitt fyrir neinn sem gerir ekki neitt fyrir neinn”