þeir sem lásu morgunblaðiði í dag rákust ef til vill og smá greinabút neðst á síðu 2, þar kemur fram að 10 ára strákur lenti í bílslysi á hjóli sem hann var hjálmlaus á og ég vil koma því strax til skila að þetta var ekki hjól heldur hlaupahjól, þær upplýsingar hafði Morgunblaðið vitlausar.
En það sem ég er að pæla í er það að þessi strákur var inní íbúðargötunni sem hann býr í og í þessari götu eru u.þ.b. 8 hús eða eitthvað og þetta er T gata. Á hvaða hraða hefur þessi jeppi verið á þar sem þessi strákur er núna með mar á heila, höfuðkúpubrotinn, viðbeinsbrotinn, fótbrotinn, handleggsbrotinn, liggur í dái og er í lífshættu.

Virti þessi 20 ára strákur hraðatakmörk eða var hann á of háum hraða þar sem hann hlýtur og þetta veit ég ekki fyrir víst að hafa getað stigið eitthvað á bremsuna og minnkað hraðann og ef svo er og ef hann hefur verið undir hámarkshraða sem er þarna 30km/klst þá er ég hissa að þetta hafi endað svona illa.