Mér finnst fólk ofdýrka peninga. Oft er hægt að tengja þetta tvennt saman “sá sem hefur peningana hefur einnig völdinn”. Mér finnst þetta tvennt hafa verið börað inn í höfuðið á landsmönnum. Þið megið ekki miskilja mig, peningar skipta máli, en eins og ástandið er í heiminum í dag (stert á Íslandi) að þá heldur fólk að það fái bara allt með peningunum. Þetta er orðið svo slæmt að fólk mentar sig bara þar sem peningarnir eru. Svo skilur það ekkert í því að það sé atvinnulaust vegna þess að öll störf eru full eða þá það að því líður illa í vinnuni og finnst starfið einfaldlega leiðinlegt.

Þegar þú færð meiri peninga þá er náttúrulega augljóst mál að þá ferðu að eyða meiri peningum, þú kaupir nýjan bíl og og stórt flott hús. Þú ferð að verða háður því að eyða meira. Þetta er gaman fyrst en svo færðu bara leið á þessu eins og öllu öðru. Síðan eru sumir “ríkir” farnir að halda það að þeir séu yfir “fátæklingana” hafðir og stundum ef þeir geta, vaða þeir yfir þá og sína vald sitt. Peningar gera jafn mikið gagn og þeir gera ógagn.

Ekki láta blekkjast af peningum.