Núna áðan var ég að hjálpa ömmu minni að flytja, það gekk bara vel enda vorum við með 2 kalla frá einhverju flutningafyrirtæki auk fleiri úr fjölskyldunni. Þetta tók 4 klst. Svo þegar við vorum búin ætlaði amma að borga þessum köllum en þá komst hún að því að hún átti að borga 7000 kr. fyrir hverja klukkustund Á MANN! Og svo plús bíllinn og allt það. Þetta var á endanum komið upp í 56.000 kr. með afslætti (átti annars að kosta 70.000) Fyrir að flytja!
Þá hófust þessar þvílíku rökræður og rifrildi, það hafði nefnilega verið sagt við ömmu að þetta myndi kosta 7000 kr. fyrsti maður og 4500 annar maður. Og það var aldrei talað um að þetta væri tímakaup. Maðurinn gat ekki einu sinni komið þessu rétt til skila! Og þetta var AMMA mín (auðvitað eldri kona). Hún bjóst bara við að þetta yrði fyrir allt (hún vissi ekki að hann var að tala um tímakaup).
Svo fór maðurinn að segja að hann hefði aldrei talað um að þetta væri 4500 kr. á annan mann. Hans orð á móti hennar.
Þetta er svo mikil svikamilla! Svo hafði amma spurt þegar hún var að ráða þá: “Svo þetta verða rúm tíu þúsund?” En hann svaraði engu…

En að vera að taka 7000 kr. á tíman fyrir að bera nokkra kassa! Þetta er svo mikið okur! Ég var að gera næstum alveg sömu vinnu og þeir, og ég fékk eina flösku af Fanta ;)