Það eru svo margir sífellt að bitcha yfir stafsetningum annara, og svörin standa ekki á sér; “Bluuuu ég er lesblind(ur)”, “Stafsetnyng skyptir eingu máli”, “blalalala”.

En hvað um það, ég er með tvær ofurlitlar ábendingar til hjálpar þeim sem eru ekki jafn skarpir og aðrir í stafsetjunarlistinni.
Þau tvö orð sem ég á erfiðast með að stafsetja eru ábyggilega Ímyndun og Systkin. Hvers vegna Ímyndun er stafað svona veit ég ekki og who gives, en það sem fukkar manni upp með Systkin er náttlega það að orðið endar á “kin” en ekki “kyn”. það ætti að vera “kyn” er það ekki? Eins og í “KYNlíf”? Rétt? Neibb, rangt.
Þetta er “Gin”. Eins og í Feðgin og mæðgin. Með tímanum fékk orðið úrfellingu Systkin.
Og það er nú það.
ég vona að þetta komi einhverjum til hjálpar og jafnvel að einhver þarna úti skori núna 0.5 hærra á stafsetningarprófinu sínu ;)
kv,
Fleebix