Sælir hugarar,

Ég veit ekki alveg hvar ég á að setja þessa grein svo ég læt bara vaða hér.

Í dag var ég staddur á kaffihúsi í smáralind, sat þar sem ég hef veiw yfir á Cafe Royal og sá að fyrir utan kaffihúsið var eitthvað fólk að tala saman eða eitthvað, miðaldra kona, ung stúlka og gamall kall.
En svo fer allt í einu gamli kallinn að lemja stelpuna, hún hefur ekki verið eldri en 15-16, svo hún fer að gráta og liggur eftir.
Svo fer kallinn inn á kaffihúsið, fólkið í kring starir á hann og konan sem var að vinna á kaffihúsinu reynir eitthvað að tala við hann en ég heyrði ekkert, svo sest hann bara niður og fer að drekka kaffi eins og ekkert hafi gerst.
Eftir að stelpan hafði aðeins náð að jafna sig og kallað á kallinn “fjandinn hyrði þig (eitthvað orð sem ég náði ekki), fjandinn hyrði þig (eitthvað orð sem ég náði ekki)” þá stóðu hún upp og labbaði í burtu með konunni sem var þarna.
Ég veit ekki hvort hún var eitthvað skyld þessu fólki, en þetta er alveg ótrúleg framkoma. Að ráðast á fólk, stelpu sem gat ekkert gert. Er ekki ofbeldi á almannafæri bannað á íslandi? Ekki komu neinir securitas gaurar.
Það er eitthvað að sumum í samfélaginu.

Kv,
Sleipni