Miðað við allar þær fréttir sem eru í gangi á CNN, SkyNews, BBC World og fleiri stöðvum þá er Saddam Hussein búinn að vera og Íraska þjóðin er búin að losna undan járnhnefa hans.

Þó er þetta ekki alveg búið, enn eru ákveðnir menn sem vilja berjast fram í dauðann og eru hersveitir bandamanna að leita þá uppi.

Jafnvel þó ég sé ekki hlynntur stríði, og hafði miklar efasemdir um þetta stríð í upphafi, þá get ég sagt nú að þetta hafi verið þess virði.

Nú vorkenni ég Frökkum, Þjóðverjum, Rússum og öðrum arabaþjóðum sem börðust svo ötullega gegn þessu stríði…að sjá myndirnar af fólkinu fagna og rífa niður styttur af Saddam eru rosalega og maður samgleðst írökum í dag.

Vonandi fá Bush og Blair friðarverðlaun Nóbels!