Ég var ekki viss um hvort ég ætti að láta þetta hér á Deigluna eða Sorp.

Burt Aaronson, embættismaður í Flórída fylki, lagði til að heitið “franskar kartöflur” verði bannað með lögum og leggur til að það skuli frekar notast við “frelsis kartöflur” eða “amerískar kartöflur”. Embættismaðurinn segist vera svo reiður Frökkum vegna andstöðu þeirra í stefnu Bandaríkjastjórnar í Íraks málinu að hann geti ekki hugsað sér að nefna orðið “franskur” meir.
Sýslunefndin hefur tekið vel í hugmynd Aaronson og búist er við að tillaga þessa efnis verði tekin fyrir á næstunni.
Enn fremur ætlar Aaronson að beita sér að alefli gegn því að franska fyrirtækið Vivendi Environmental fái verksamning við stjórnvöld Florida.

Ég get ekki annað en hlegið af greyið kananum.<br><br><b>Tilvitnun:</b><br><hr><i>..We seek the unseekable and we speak the unspeakable..</i><br><h