Jæja nú er ég búinn að fá nóg. Það virðist vera sama hvaða rök STEF heyrir gegn IHM gjöldum á geisladiska og segulmiðla þeir ætla ekki að fallast á þau. Þar sem að ég tel mig ekki vera einann um það að vera ósáttann við þessi gjöld legg ég til að ég og allir sem eru ósáttir við þetta sameinist og skipuleggjum andstöðuna við þetta allt á löglegann hátt. Ég og margir aðrir eru búnir að mergtyggja rökinn gegn þessari gjaldheimtu og ég ætla ekki að gera það einu sinni enn.
Út af fyrir sig eiga þessi flutningsgjöld(þ.e. gjöld fyrir að flytja tónlist) alveg rétt á sér ekki það að ég ætli mér að verja þau hér né nokkur staðar annars staðar, ég er þó ekki sannfærður um sanngirni þess að rukka rakarastofur og búðir fyrir það að kveikja á útvarpinu. En það að rukka fyrirfram gjald fyrir eitthvað sem ég gæti gert sama hvað, er alveg fráleitt en á hinn bóginn er það alveg ljóst að það hefur lítil áhrif að skrifa um það hér en ef menn geta komið sér saman um að skipulegga mótmæli eða koma sér saman um að kaupa ekki geisladiska o.þ.h. þá gæti það farið að gera eitthvað.
Mér finnst líka að það hljóti að vera hægt að virkja Neytendasamtökinn í þessu. Mig langar líka að vita hvort að maður geti komist að því hvaða tónlistarmenn standi fyrir utan STEF og hvernig STEF komi til móts við þá tónlistarmenn sem eru að gefa sínar plötur út hugsanlega á skrifuðum diskum. Þar sem að ég hef það eftir framkvæmdarstjóra STEF að STEF gjöld eru greidd út sem hlutfall af plötusölu. Af því er ljóst að þeir sem að ekki hafa selt neinar plötur fá ekki neitt(spurning hvaðan þessar sölutölur eru fengnar). Þess vegna langar mig að spyrja hvers vegna þeir vilji gera þeim tónlistarmönnum sem gefa út sínar plötur sjálfir erfiðara fyrir þar sem að þeir þurfa eins og aðrir að greiða IHM gjöld af sínum diskum.