Ég vildi bara benda á að umræðan um hraðakstur og dauðaslys í umferðinni hafa verið áberandi síðustu mánuði. Mér finnst bara skrýtið hvað lítið er fjallað um sjálfsvíg og þunglyndi miðað við þessi slys. Staðreyndin er sú að 100 manns eru búin að fremja sjálfsmorð á þessu ári svo ekki sé talað um sjálfsmorðstilraunir (sem eru talsvert fleiri) og versti tíminn er akkurat um jól og áramót. Mér finnst vanta umræðu um þetta “feimnismál”, því þetta er ekkert minni “fórn” heldur en dauðaslys í umferðinni.