Fréttir á Íslandi fjalla alla daga núna undanfarið um kosningar. Það er allt í lagi en að þessar endalausu kannanir sem fréttirnar eru að birta eru bara bull og uppfyllingarefni. Það er í lagi að koma með eina og eina könnun, en þegar það eru svona 2 á viku er þetta nú orðið of mikið. Hverjum er ekki sama þó að samfylkingin hafi aukið fylgi eða svoleiðis síðan í seinustu könnun sem kannski bara 100 manns tóku þátt í. Mér finnst að íslenskir fréttamiðlar ættu aðeins að fjalla um meira en bara pólítík.
Egill Örn Gunnarsson