Mér gjörsamlega blöskrar við öllum þessu rugli sem bandaríkin eru búin að blása upp í samskiptum sínum við aðrar þjóðir. BNA eru búin að “framkalla” sundrung milli Evrópuþjóða, og annarra þjóða í heiminum, með sínum stríðsæsingaráróðri í þeim tilgangi að ráðast inn í Írak.

Og nú eru þau búin að valda sundrungi innan NATO, bandalags sem margar þjóðir reiða sig á.

Ég spyr nú bara, afhverju eru bandaríkin að blanda öðrum þjóðum inn í þessa deilu? Stilla þjóðum upp við vegg, hverjir eru með þeim eða á móti, og þannig magna upp sundrung á milli þeirra og ýfa við gömlum sárum.

Ég myndi nú bara segja að þetta vandamál með Írak sé bara þeirra vandamál, BNA kom Saddam til valda, studdi hann með dáðum, peningum og vopnum. Útvegaði honum m.a. tækni til að framleiða kjarnorkuvopn, efnavopn o.fl. Þeir geta bara drullast til að þrífa upp skítinn eftir sig! Og nú eru þessir sömu menn og komu Saddam til valda að reyna að koma honum frá, þetta er algjör vitleysa og lýsir hentistefnu bandaríkjastjórnar í utanríkismálum best.

Hvað eru bandaríkjamenn, þjóðin, að hugsa? Hvar eru þeir staddir á þessari plánetu? Hvað eru þeir með hugann við? Hvernig líta þeir á þetta hugsanlega stríð? Vita þeir HVAR Írak er? Er þeim alveg sama? Maður heyrir lítið frá þessari bandarísku þjóð sem stendur undir þessum stríðsrekstri, einsog hún sé orðin vön stríðsrekstri út í heimi, “business like usual”. E.t.v. lifa þeir enn í minningu 11. septembers og búið er að mata í þá upplýsingum um að Saddam ætli að varpa kjarnorkusprengjum á BNA með aðstoð Al Quaeda.

Þessi akfeita, sjónvarpssjúka, afþreyingarsjúka, heimska þjóð MÁ ALLS EKKI stjórna þessum heimi. Það þarf að gera þessum sjálfskipuðum eiginhagsmuna löggæslumönnum heimsins grein fyrir að þeir eiga þennan heim ekki.

Kalla sig “Allied” meðan ekki allar þjóðir standa á bakvið þennan fyrirhugaða stríðsrekstur, kalla sig studda af mörgum ríkjum meðan öryggisráð SÞ vill ekki leyfa þennan stríðsrekstur, segjast hafa sannanir á meðan þeir hafa ekkert að sýna.

Ef bandaríkjamenn líta á sig sem lýðræðisríki þá ætti það að hlusta á vilja heimsins, ekki vilja ofstækis- og stríðsæsingarmanna sem stjórna þessum svokölluðum BNA.

Kannski vonar maður að Saddam taki í lurginn á þeim ef þeir ráðast inn, sendi helminginn af þessum hermönnum BNA heim í líkpokum og sökkvi þessum flugvélamóðurskipum sem eru ekkert annað en fljótandi tortímingarvélar sem eru ógn við heimsfriðinn.