Ég tók strætó á laugardaginn. Ég veit ekki hvaða vagn ég tók því að ég var
á hraðferð og hoppaði bara upp í næsta vagn sem var á leiðinni niður
Hverfisgötuna. Ég setti peningin í og strætóbílstjórinn rétti mér skiptimiða
án þess að ég hafi beðið um hann, sem er allt í lagi. Ég fékk mér sæti og á
næstu stoppustöð kom síðust inn lítil öldruð kona af asískum uppruna. Hún
borgaði og rétti fram höndina eftir skiptimiða. Vagnstjórinn tók einn úr
vélinni og hélt honum fyrir framan konuna og sagði: “hvað er þetta? veistu
hvað þetta er? segðu hvað þetta heitir! ÞÚ VERÐUR AÐ KUNNA
ÍSLENSKU HÉR!” svo tók konan af honum miðan og sagði lágt: “takk fyrir”
og gekk aftur í vagninn.
Svona á ekki að líðast! Þetta er viðbjóðslegur rasismi og þessi vagnstjóri
er ekki hæfur til að keyra almenningsvagna um borgina. Ég hef reynt að
ná sambandi við SVR út af þessu en hef ekki enn náð í neinn yfirmann.