Ég veit ekki hvort þetta sé réttur korkur en ég læt á reyna.

Sí og æ les maður um bófa sem er verið að dæma og oftar en ekki
er hluti dóms skilorðsbundinn. Gott og vel, vonandi lærir viðkomandi.
Svo kemur fyrir að maður les um einhverja bófa sem brjóta af sér
á skilorði og fá að manni sýnist nýjan dóm eins og hreinan skjöld
sé að ræða.
Mín spurning er: Brjóti maður af sér á skilorði, skal hann þá ekki
klára fyrr skilorðsbundna afplánun auk hinnar nýrri?

Dæmi: Dómur 18 mánuðir, 12 skilorðsbundnir. Bófi situr inni í 6,
sleppur út (fyrirmyndarfangi). Nú brýtur hann af sér áður en skilorðs-
tímanum er lokið. Hlýtur annan dóm, segjum 24 mánuði og 12 skilorðsbundna.
Ætti hann ekki í hið minnsta að sitja inni fyrri 12 ásamt hinum nýju
12, þannig að refsingin væri þá 36 mán, 12 skilorðsbundnir?

Vonandi að einhver lögfróður geti upplýst mig