Eins og þið vitið kannski þá er Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra vinsælasti ráðherra Íslands.

Ég var að hlusta á fréttir á RUV og það var verið að fjalla um eitthvað vísnakvöld fyrir austan,þar kepptu einhvert úrvalslið bænda og svo nokkrir þingmenn og þar á meðal Guðni,Ómar Ragnarsson stýrði svo öllu dótinu..

Jæja nema að Guðni setur keppnina með smá ræðu,smá bút úr henni var útvarpað í fréttunum í kvöld,Guðni sagði sögu af því þegar forsetinn okkar Ólafur Ragnar Grímsson kom í opinbera heimsókn austur í hreppi þá nýorðinn forseti,heimamaður sem ég man ekki hvað heitir skrifaði í sveitablaðið frá dagskrá heimsóknarinnar og var það svohljóðandi..

“Var svo haldið inn að bænum blabla og heilsað uppá ábúendur þar,þaðan var farið inná Flúðir og að lokum var haldið í stórgripasláturhús á Hellu,þar sem forsetinn var kvaddur”

P.s ég er að spá,gerði kallinn (greinahöfundur) þetta viljandi eða voru þetta bara svona fyndinn mistök ?