Ef ég man rétt þá stendur það í lögum sameinuðuþjóðanna að hvert land á rétt á því að eiga vopn til þess að verjast gegn óvinum. Varnarvopn. Hvað er varnarvopn?

Fyrir 40 árum síðan kom Kastró fyrir framan þing sameinuðuþjóðanna og mótmælti því að Bandaríkjamenn væru að skipta sér að hvaða vopn þeir væru með (ss. 33 kjarnaodda sem silgdir voru tilk Kúbu frá svovét). Mér minnir þá að hann hafði vitnað í sömu lög og ég er að gera núna. Eða mér getur skjátlast.

En afhverju eru N. Kórea og þessi lönd með kjarnorkuvopn? Er það til þess að gera árás á eða verjast? Ef þessi vopn eru til þess að gera árás með þá er hægt að deila um það hvort hin vestræni heimur getur blandað sér í það. En ef þessi vopn eru aðeins til þess að jafna úr valdajafnvægi í heiminum, ss að BNA munu ekki gera innrás í N. Kóreu af því að þeir eru með kjarnorkuvopn, þá ætti þessi vopn að vera lögleg!

En ef eitt ríki telur sig eiga rétt á því að stjórna vopnabúri annars ríkis, ætti það ekki að vera öfugt líka?

Og hvað með her bandaríkjamanna? Hvenar var hann notaður síðast til þess að verja bandaríkin í raun og veru? Hann mun vera notaður aftur í Írak til þess að vernda BNA frá varnarvopnum íraka sem eru til þess að verjast BNA frá því að ráðast inn í Írak til þess að vernda BNA frá varnarvopnum Íraka…………..<br><br>–krizzi–

<i>“By any means necessary!”
-Malcom X</i
N/A