Hvað er komið yfir fólk?
Fólk fer í verslunarleiðangra, gott mál, en það eru svo andskoti margir sem fara eingöngu til að hnupla.
Eru Íslandingar virkilega svona fátækir að þeir hafa ekki efni á ljásaperum.
Maður/kona fer í búð og er með ljásaperu sem er ónýt. Farið er að hillunni með perum og fundinn perupakki með eins peru.
Opnar pakkann með tveim perum í, skoðar þær, lætur þær detta í vasann og setur gömlu, ónýtu peruna í kassann og setur svo kassann innarlega í hilluna aftur.
Vill þetta fólk lenda í því að kaupa svona perupakka, fara með hann heim, ætla að setja perurnar í og uppgötva að það er bara ein pera í pakkanum og hún er ÓNÝT.
DJÖFULL ergilegt, ekki satt?
Ég veit um verslanir sem myndu kæra svona hnupl til Lögreglu án þess að blikna.
Fólk ætti að gera sér grein fyrir því að það er djöfullegt að lenda á þjófaskrá út af svona smámunum.
Ekki bara þarf fólkið að borga það sem það stelur, heldur er það sektað líka.
Finnst fólki þetta þess VIRÐI??