ég var að fá eftirfarandi í pósti:


Viljið þið koma þessu áfram til allra sem þið þekkið.

Ég var að koma úr vinnunni eftir mjög erfiða vakt, sem er nú ekki til
frásagna færandi nema fyrir það, að við beisikklý kláruðum nánast ALLAR
birgðir sem til eru af blóði í landinu. Eins og þið kannski tókuð eftir þá
var lýst yfir neyðarástandi í blóðbankanum um helgina. Þannig var mjög
lítið til í bankanum í gær, en ég stóð semsagt sveitt og kreisti 150 poka
af
blóði og blóðhlutum inn í einn sjúkling í alla nótt, með þessum
afleiðingum.
Það voru t.d. ekki til nema 3 pokar af blóðflögum í bankanum eftir nóttina,
og þetta eiga að vera birgðir fyrir alla landsmenn. Það þurfti að fresta
nokkrum stórum aðgerðum í morgun, það var hringt út í fólk í nótt og það
beðið að koma og gefa. Þetta þýðir það að ef það kæmi fyrir e-ð slys,
sérstaklega ef það yrðu t.d. fleiri en einn og með slæma áverka, þá værum
við hreinlega í djúpum skít. Ég vil því biðja ykkur allar, ef þið getið, að
gera ykkur leið í blóðbankann í dag, og láta orðið út ganga meðal vina og
vi! nnufélaga, að reyna að koma við í dag og gefa. Birgðirnar eru langt
undir hættumörkum, og maður hugsar til þess með hryllingi ef e-ð kemur
fyrir.”

þannig að ég kvet alla til að bregðast við þessu neyðarástandi og fara niðureftir að gefa blóð.
Góðar stundir.