Já, nú er mikið í fréttum um EES samningin og hugsanlega riftingu hans vegna stóraukinnar kröfu ESB til EFTA ríkja.

Ég aðhyllist ýmsar hugmyndir ESB en aðrar finnst mér vera algjör villa. T.a.m er ég hlynntur algjörlega tollfrjálsum viðsikptum á milli landa óháð því að hin og þessi atvinnugrein leggist af í einhverjum löndum. Hugsanlega er það það eina góða sem ég sé við þetta blessaða Samband að það er tollabandalag.

Hinsvegar finnst mér Sambandið vera þvílíkt beaurocracy brjálæði að það komi til með að draga úr skilvirkni ýmissa markaða. Þessu til rökstuðnings nefni ég að það var breskt fyrirtæki(minnir mig) sem keypti keppinaut sinn. ESB ógildi viðskiptin og 2-3 árum síðar var sú ógilding dæmd óréttmæt en samt sem áður varð ekkert úr þessu þetta löngu síðar. Einnig vinnulöggjöf sambandsins en ég held að atvinnuleysi á Íslandi sé það minnsta í Evrópu.Ég hef reyndar engar heimildir fyrir því en atvinnuleysi hér er lágt og er það vegna frjálsrar vinnulöggjafar.

En svo ég komi mér að efninu, þá las ég grein í blaði ungra jafnaðarmanna, Pólitík. Vissulega las ég þetta með þeim fyrirvara að þetta var áróður til ESB.
En þar var grein eftir Grím Sigurðsson á bls. 6 hvar Grímur segir:
„Bretland, Írland og Norðulöndin hrifust af þeirri hagfræði sem var ýtt úr vör með [ESB]samningunum, en áttu erfitt með að sætta sig við hið yfirþjóðlega vald sambandsins. Því stofnuðu þau með sér samtökin EFTA, sem áttu að innihalda hinn hagfræðilega hluta Efnahagsbandalagsins en ekki þann pólitíska. Sú tilraun mistókst þar sem slíkur aðskilnaður er ekki mögulegur…“

Ég skil ekki þessa fullyrðingu og engin rök eru fyrir henni gefin í þessu ágæta blaði.
Ég spyr því: Er þetta tilhæfulaus áróður eða er þetta rétt og þá afhverju?