Nú verður spennandi að sjá hvað gerist í Íraksmálunum, svokallað þing þeirra er að röfla, en það skiptir auðvitað bara máli hvað Saddam vill gera. Hann reynir líkega að teygja lopann og þykjast vera samvinnuþíður og reyna að kljúfa samstöðu vestrænnaríkja aftur þegar Bandamenn vilja beita hörku.

Bandaríkjamenn halda áfram sínum hernaðarplönum því þeir gera einmitt ráð fyrir þessari þróun mála en telja sig eftir það sem á undan er gengið að þeir hafi fullt umboð til harðari aðgerða um leið og Írakar reynað að hefta skoðunarmennina.

Saddam er að verða gamall kall og kannski valtur í sessi og síðasti séns að verða hetja í Arabaheiminum og verða píslarvottur í stríði gegn hinum illu bandaríkjunum og Bush.