ég var að lesa athyglisverðar greinar á strik.is. þær fjölluðu um hertar refsingar við fíkniefnabrotum sem dómsmálaráðherra boðar.
2 gaurar ólafure og sólarr skrifa þar góðar greinar um þau huxanlegu áhrif sem þessar hertu refsingar geta haft. segja þeir að eftirspurn eftir dópi verði alltaf sú sama hversu hátt sem verðið sé. verði refsingar og löggæsla hins vegar hert hækki verðið og þar af leiðandi muni fjöldi glæpa aukast. dópisti gerir hvað sem er fyrir dóp, hvort sem það er að drepa ömmu sína eða brjótast inn í fyrirtæki. kemur fram í þessum greinum að 9 af hverjum 10 innbrotum séu gerð til að fjármagna eiturlyfjaneyslu viðkomandi.
ég vil benda á þessar merkilegu greinar sem eru á slóðinni http://www.strik.is/frettir/pressan/efni.ehtm?id=354&cat=lesendabref
væri gaman að heyra álit fólks á þessum hugmyndum um lögleiðingu fíkniefna á íslandi.

stelpan hún.
p.s. eitt enn. mér finnst stórmerkilegt að einhver nefnd á vegum breskra yfirvalda reitaði áfengi í sama hóp, jafnframt þann hættulegasta, og kókaín, heróín og meþadon. í hættuminnsta hópinn settu þeir kannabis og töldu þar með tóbak hættulegra en kannabis.
huxið um þetta þegar þið kveikið ykkur í…