Nýlega sendu háskólastúdentar póstkort til ráðherra & þrýstu á að ríkisstjórnin veitti fjármagn til að unnt verði að klára byggingu náttúrufræðahúss. Húsið þjónar jú engum tilgangi ófullgert & plássleysi er löngu farið að gera vart við sig í HÍ.
Hvernig væri ef stúdentar mydu grípa til róttækari aðgerða, t.d. að hóta því að segja sig úr Þjóðkirkjunni? Þegar einstaklingur segir sig úr Þjóðkirkjunni rennur skattahlutfallið, sem áður fór til kirkjunnar, til Háskólans. Stúdentar Háskólans eru nú á sjöunda þúsund og þó að þeir séu ekki með háar tekjur og greiði þ.a.l. ekki háa skatta, er það hugsunin bakvið sem gildir.