Undirheimar á Íslandi hafa verið mjög í umræðunni að undanförnu. Fólki hrís hugur við fréttum af atburðum er komast þaðan upp á yfirborðið. Refsiramminn fyrir fíkniefnabrot hefur verið þyngdur og í kjölfar þess hefur heimurinn harðnað. Með því að þyngja refsirammann er eins og að spúa olíu á eld. Við það sökkva undirheimarnir enn dýpra, og gerir þá erfiðari viðfangs. Sú sovét hugsun að halda að boð og bönn leysi vandann ætti að heyra sögunni til. Leita verður að rótum vandans og fást við hann í fæðingu. Þær aðferðir sem nú eru brúkaðar í stríðinu við eiturlyf eru með öllu gagnslausar. Fíkniefni verða til, á meðan það eru kaupendur að þeim. Í raun er núverandi kerfi góð uppskrift að öflugum undirheim er veltur milljörðum. Uppskriftin er boð og bönn, einnig þarf refsingarramminn að vera víður. En með þessu þrennu er hægt að sökkva undirheiminum það djúpt að enginn viti um hann nema þeir er þar þrífast. En við hin heyrum svo sögur þaðan eingöngu við einstök tækifæri. Rétt eins og í einhverjum ævintýraheim, þar sem margir heimar þrífast. Með löggjöfum um ávana fíkniefni, væri stoðunum kippt undan þeim er selja fíkniefni á okur verði í undirheimunum. Samfara því myndi veldi fíkniefnasala hrynja, og engin ógæfu sál þyrfti að eiga það á hættu að lenda í sora undirheimanna. Þá myndi vandamálið loks verða sýnilegt og hægt yrði að eiga við þennan heilbrigðisvanda. Eða er það ekki það sem við viljum, að gera vandann sýnilegan?

Kv. 1til2