Ég veit hvað þið eigið flest eftir að halda eftir að þið lesið þessa grein, “einhver helvítis unglingur sem gengur illa í skóla og vill kenna einhverju öðru um”

en hey, skiptir engu ég ætla samt að skrifa þetta.
Greinin mín fjallar um skólakerfið og áherslur þess, hvað er það sem skiptir máli í íslensku skólakerfi, og já, bara allstaðar.
Það sem skiptir máli nú til dags eru ekki gáfur, gáfur hjálpa fólki í skóla en það er samt ekki það sem skólar virðast leggja áherslu á, skólinn leggur áherslu á minni og utanbókar lærdóm.
Ég sem persóna og nemandi, er einkar mikið á móti þessu, ég væri miklu frekar til í að sjá kennara í skólum hvetja fólk til að nota og efla gáfur, gáfur að mínu mati tengjast lítið því hversu vel okkur tekst að muna námsefni utan af, gáfur finnst mér frekar vera hversu góð við erum að leysa úr vandræðum sem við höfum aldrei séð áður, eða þrautum sem að tengjast áhuga sviði okkar.
Mér finnst til dæmis að skólinn ætti ekki að hafa fög eins og náttúrufræði og dönsku sem skyldufög, bæði þessi fög eru kennd á þeirri braut sem ég er á, upplýsinga og tæknibrut. Ég á ómögulegt með að kyngja dönskunni, ég er einfaldlega ekki nógu gáfaður til að læra mikið af tungumálum, en líffræðin, líffræðin er fag sem ég mun líklega ná, ég er ágætur í því en ég skil samt ekki tilgangin í að kenna það, eina sem er verið að prófa er hversu mikið af bókinni ég get lagt á minnið fyrir próf.


En hey ég er búinn að skrifa leiðinlega mikið hérna og er lítill hluti af þessu gáfulegur ef einhver er, feel free to flame.