Hjúkrunarkona í Shanghai hefur verið sektuð fyrir að nota ekki varalit í vinnunni. Konan, sem sektuð var um 50 yuan, tæpar 500 íslenskar krónur, skrifaði kvörtunarbréf í dagblað þar sem hún segist hafa rétt til þess að ákveða sjálf hvort hún noti varalit eður ei. “Hvort ég nota varalit eða ekki er mitt einkamál” sagði hún m.a. í bréfinu, en konan hefur unnið í tuttugu ár á spítalanum og situr þar í starfsmannaráði. Starfsmaður á blaðinu skrifaði grein um málið og komst að því að hjúkkurnar eiga að reyna líta sem best út til að sjúklingunum líði sem best. “Þegar ég var á spítalanum fyrir nokkrum vikum litu sumar hjúkrunarkonurnar hrikalega út” sagði blaðamaðurinn í grein sinni “þær litu út eins og þær hefðu verið að spila Mahjong (kínverskt fjárhættuspil) alla nóttina og mér leið ekki vel að horfa á þær”.
A