ÉG er að horfa á þátt núna á Sky News sem er að tala um hvort það sé rétt að ríkið greiði skólagjöld í háskóla og framhaldsskóla fyrir börn sem eru bráðgáfuð.
Eins og allir vita þá eru flestir skólar í bandaríkjunum einkareknir og það kostar yfirleitt miklar fjárhæðir að borga barnið þitt í gegnum skóla. Meðal verð er um 16.000 $ á önn (1.600.000 kr). Samkvæmt lögum eiga þessi börn að vera í skóla til 15 ára aldurs, í bandaríkjunum er lika skólaskylda eins og hér.
Tekið var dæmi um strák sem var ekki nema 11 ára en var kominn í Háskóla, sem kostaði þvílíkar upphæðir, og mamma hans vildi að ríkið borgaði námið. Hún fór með málið fyrir framan nefnd sem ákvað að ríkið (þ.e. fylkið ) ætti réttilega að borga þessa kennslu.
Þetta vakti upp, miklar deilur hjá æfum foreldrum annara barna sem ekki voru sátt við að skattpeningarnir þeirra færu í að borga menntun annara barna.

Og mig langaði svolitið að sjá ykkar skoðun á þessu, þar sem einkavæðing virðist vera að tröll ríða öllu. Og þar afleiðandi eiginhagsmunasemin. “Hvers vegna eiga mínir skattpeniningar að fara í að borga fyrir menntuna annara”