Ég hef búið í Vestmannaeyjum, Höfn í Hornafirði, Akureyri, Reykjavík, Breiðdalsvík og á sveitabæjum hingað og þangað um landið (Sem vinnumaður, ekki á féló), og það er sorglegt, en satt, að landsbyggðin okkar er að drabbast niður. Það eru ekki margir staðir á Íslandi sem ég hef ekki komið á, og nærri allsstaðar eru plássin annaðhvort komin á hausinn, eða á leiðinni á hausinn. Fólk er væntanlega að velta fyrir sér hvernig á þessu geti staðið, en á þessu er ofureinföld útskýring: KVÓTAKERFIÐ!

Einu sinni var Ísafjarðarbær fjölmennur, Bolungarvík líka, Höfn var aðalplássið (Spurðu bara Bubba), Vestmannaeyjar yðuðu af lífi, Akureyri var í rífandi uppsveiflu vegna fisks og landbúnaðar, en þetta eru liðnir tímar. Maður að nafni Ásgrímur Halldórsson flutti nefnilega einu sinni frá Borgarfirði Eystri til Hafnar í Horfnafirði, og stofnaði sér útgerð, sú útgerð gekk vel. En eins og margir sem komast í pening vildi hann fá meiri pening, og það heldst án þess að þurfa að gera neitt, hvernig væri þá að gera þannig kerfi að aðeins mætti veiða visst mikið af fiski? Hmmm…. hvernig ákveðum við þá hverjir mega veiða fiskinn? Það er ekkert mál, sagði Ásgrímur, við gefum bara öllum bátum á landinum (sem hafa meira en 5 ára veiðireynslu NOTA BENE!!!!) og skipstjórum þessara báta svokallaðan “kvóta”, en kvótann má selja og kaupa til og frá skipum, og ekki þarf einu sinni að eiga skip til þess að mega eiga kvóta. Jæja, þá er kerfið mitt tilbúið, hugsaði Ásgrímur, en hvernig fæ ég það í gegn? Ég er nefnilega búinn að ákveða að kaupa fullt af litlum bátum til þess að sanka að mér kvóta, svo ætla ég líka að bjóða skipstjórum skít á priki fyrir kvótann sinn, áður en hann verður verðmætur. Ég veit!! Ég sendi litla peyjann minn á Alþingi, kemur til sögunnar Halldór Ásgrímsson. Hann kemur með velli á alþingi og sannfærir menn um að eina leiðin til þess að viðhalda sterkum fiskimiðum við íslandsstrendur, og öflugri landsbyggð, sé að setja á áðurnefnt kvótakerfi, alþingi kýs um málið, og það er samþykkt!!!!! Ekki liðu meira en 4 ár áður en áhrifanna varð vart!!!

Landsbyggðin byrjaði undir eins að fara í hundana, vegna þess að menn sáu hag sinn í því að selja kvótann fyrir HUNDURÐI MILLJÓNA, kvótann sem þeim var gefinn, og leggjast í helgan stein, stór fyrirtæki eins og Samherji, ÚA, Grandi, Stálskip og HB sönkuðu að sér kvóta og skuttogurum (sem eru búnir að stórskemma allt neðansjávarlíf á Íslandi) og byrjuðu að hala inn milljörðum.

En hvernig náum við fullkomnum völdum? Með því einu að við ráðum yfir öllum kvótanum að sjálfsögðu. Hvað gerum við þá? Nú við minnkum veiðiheimildir frá ári til árs, og gerum hvert tonn af þorskkvóta þannig rýrra, og dundum okkur við að kaupa upp litlar útgerðir, smábáta og illa stæðar útgerðir, svo þegar við ráðum þessu orðið öllu (LÍÚ sem hefur alla tíð haft okkar sjávarútvegsráðherra (ALLA MEÐ TÖLU) í vasanum) getum við loksins farið að slaka á.

Halldór Ásgrímsson notar hvert tækifæri til þess að mótmæla því að Ísland gangi í EB (sem væri eina vitið fyrir svona lítið land, þar sem efnahagssveiflur eru ofboðslegar og gengi krónunnar er alltaf við það að hrynja) á þeim forsendum að þeir kunni ekki til verka í sjávarútvegsmálum?? Hvað? Hvernig? Hversvegna? HVAÐ ER MÁLIÐ!!!???? Ok, gefum okkur það að menn séu ekki að minnka veiðiheimldir til þess að rífa í sig allan kvótann, þá kunnum við hreinlega ekkert til verka!!! ALLTAF OG ALLTAF ERU VEIÐIHEIMLDIR MINNKAÐAR!! Hvað getur EB gert mikið verr en það í sjávarútvegsmálum?

Já, ég gleymdi að minnast á eitt, hlutur Halldórs Ásgrímssonar í útgerðarfélaginu Skinney-Þinganes var ekki alls fyrir löngu metinn á EINN MILLJARÐ KRÓNA (1,000,000,000 KR). Eitt þúsund milljónir? Svo fær hann auðvitað greyddan arð frá þessu fyrirtæki á hverju ári. Við skulum endilega leyfa þessum manni að segja okkur hvernig við eigum að snúa okkur í fiskveiðimálum.