Ég er að skrifa þessa grein því ég er orðinn pirraður á að heyra talað um einhver#$# jarðgöng í fjöll austur á súðandafirði sem eiga að kosta fleiri milljarða og fleiri heimskulegar framkvæmdir sem á að gera.

Borgar landsbyggðin sig? Í hvert sinn sem ég heyri um hörgulinn í heilbrigðis- eða fangelsismálum verður mér hugsað til einhverra heimskulegra brúaframkvæmda og/eða holugerðar fyrir svona 100 manns eða eitthvað. Að sjálfsögðu eru hvalfjarðargöngin undantekning, enda er gjaldtaka þar, þau búin að borga sig upp nú þegar og fleiri hundruð manns fara í gegnum þau daglega.
Væri bara ekki sniðugt að í staðin fyrir að reyna að lífga upp á þetta líf á landsbyggðinni að bara hreinlega LEGGJA ÞAÐ AF að mestu leiti? Já ég geri mér grein fyrir því að þetta er svolítið róttækt en ég held að það mundi borga sig að kaupa bara hús handa þessu fólki á höfuðborgarsvæðinu og jafna bænina við jörðu..(vinur minn vildi endilega gera “nýbúanýlendur” þar í staðin fyrir að jafna bænina við jörðu en ég var ekki alveg sammála honum)..

Þetta var ein hugmynd, önnur er sú að þessir stjórnmálamenn(ég er með kosningarétt, en áróðursefni(ekki rétt orð) flokkanna heilla mig bara alls ekki) sem þykjast vera að stjórna landinu fái smá clue í hausinn, í stað þess að hugsa um meirihlutann þá spá þeir í minnihlutanum svo þeir geti kreist út nokkur auka atkvæði svo þeir geti fengið hærri laun, meirihlutinn hefur síðan voðalega takmarkaða kosti og kýs bara flokkana sem lofa einhverju sem þeir standa síðan venjulega ekki við.
Þjóðaratkvæðagreiðslur ættu að verða mánaðarlega að mínu mati, þar sem þú annaðhvort kýst á netinu eða færð heim til þín seðil og umslag sem þú getur síðan sett í póst endurgjaldslaust.

Hvernig haldið að þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort eigi að gera jarðgöng á milli Einarsfjarðar og Kjartansfjarðar eða hvort ætti að nota sömu upphæð í að greiða niður(eða borga að fullu, minnir að ég hafi lesið að það mundi kosta ca 70 milljónir á önn að greiða að fullu bækur fyrir framhaldsskólanema) bækur og námskostnað fyrir framhalds- og háskólanema?

Vona að ég hafi ekki sært marga, var bara smá svona brainstorm á milli tíma(í skólanum =)

-Bjarni
“I refuse to have a battle of wits with an unarmed person”