Mótmæli vegna virkjanna á hálendinu og yfirgangi stjórnvalda!

Mótmælin fara fram við setningu alþingis á þriðjudaginn 1. okt. klukkan 1. Allir alþingismenn og Forseti Íslands verða á staðnum á þessum tíma!

Mómælum því að framkvæmdir eru hafnar við Kárahnjúkavirkjun án þess að þjóðin hafi verið spurð álits og án þess að Landsvirkjun geti sýnt fram á gróða af framkvæmdinni. Ef virkjunin verður byggð mun það kosta hækkun á rafmagnsverði okkar allra auk gríðarlegra náttúruspjalla sem verða aldrei afturkölluð!
Mótmælum því að stjórnvöld vilji leyfa bandaríska álrisanum Alcoa að byggja hérna álver og græða á skammsýni íslensku þjóðarinnar!
Mótmælum því að stjórnvöld virði ekki álit og vilja almennings og sýnum þeim hverjir eiga landið!

Allir sem geta mæta með álpappír um hausinn! (samt þannig að þið sjáið út)