Ég var að velta fyrir mér verðlagi á tímaritum og blöðum. Verðalag á tímaritum og blöðum er fáránlega hátt. Blað sem kostar 3 pund erlendis kostar frá 1100 upp í 2000 kall hér á landi. Ég álpaðist í Hagkaup um daginn og sá þar tölvublað, ég ætlaði að kaupa það en sá verðmiðann. 1390 krónur. Það fylgdu tveir geisladiskar með blaðinu, einhver demo og gömul forrit eins og alltaf með þessum blöðum. En svo sá ég sama blað við hliðina, en með því var einn DVD diskur með sama efninu á. Nákvæmlega sama blað en annað format á disknum. Það blað kostaði 1690 eða svo. Ég hef rekist á þetta áður. Það er ekki langt síðan, kannski 3-4 ár að ef maður fékk sér blað eins og Q-Magazine (tónlistarblað) fylgdi geisladiskur með blaðinu 2-3 á ári. Blaðið var ekki dýrara fyrir vikið. En í dag er blaðið á 1200 kall, en ef er geisladiskur með því hækkar það um 2-300 krónur ef ekki meira (fer eftir blöðum). Einnig er verð blaðanna alltaf sjáanlegt í dollurum eða pundum, og það er alltaf eins, en það breytist með mánaðarmillibili hér. Ég spurði nú í sumar starfsmann í Griffli um þetta og hún sagði að þetta væri vandamál, þetta væri svo mikið vesen að verðmerkja allt upp á nýtt í hverjum mánuði.
Það er Íslensk Blaðadreifing sem er liklega eini aðilinn sem flytur inn blöð hér á landi (kannski ekki dönsku blöðin). Og er það fyrirtæki innan Eymundsson/Penninn samsteypunar.
Mig langar að spyrja ykkur hvort þið vitið hvort þetta sé löglegt að hækka verð á blöðum þegar eitthvað “fylgir með”.
Eruð þið sátt við það að einn aðili flytur inn og selur næstum öll erlend blöð hér á landi. Hvað finnst ykkur.
Chosan