Maður saknar nú “stóru” mannana í Þýskri pólitík með svona aumingja við stjórnvölinn, grátlegt að hann haldi áfram þó vonandi ekki lengi. En það sem er sérlega ómerkilegt hjá Shröder og SDP er að noftæra sér og kynda undir óvild í garð Bandaríkjanna, sérstaklega Bush og myndað þannig mestu gjá í samskiptum ríkjanna síðan í stríðinu. Það er ekki bara að hann hafi lýst yfir að Þjóðverjar tækju ekki þátt í aðgerðum gegn Íraq, heldur að vera líka á móti aðgerðum þó að þær fengju stuðning í öryggisráðinu.

Svo heldur hann að það sé bara nóg að skrifa bréf og reka ráðherragelluna sem lýkti Bush við Hitler ! Nei, BNA eru þegar byrjaðir að sniðganga Þýsku stjórnina, Bush sendir ekki heillaóskir og Rumsfeld lýsti því yfir í Póllandi í gær að hann hefði engan áhuga á að hitta Joscka Fisher varnarmálaráðherra. Það er kannski ekki furða enda er þetta maður með skrautlega fortíð, barðist við lögreglu á sýnum tíma og er “á” fjórðu konunni, ekki maður sem ég vildi sem varnarmálaráðherra. En Schröder á þessum manni að þakka sigurinn, með því að biðla til gamalla róttæklinga og fyrrverandi A-Þýskra kommúnista með því sem má kalla “pro-Iraq” áróðri tókst græningjum að ná auknu fylgi á kostnað gamla kommúnistaflokks A-Þýskalands.

Í viðtali í BBC var einn fulltrúi “Vestur-Þýskra” iðnrekenda spurður um stöðuna. Hann var stórhneyxlaður yfir þessu öllu og sagðist ekki ætla að óska Shcröder til hamingju eins og síðast og spáði stjórn hans ekki langlífi. Hann bætti við að ekki væri nú nóg að bæta samskiptin við BNA heldur að endurlífga efnahaginn í Þýskalandi en ástandið hefur farið versnandi undanfarið og atvinnuleysið komið í 4 milljónir manna.