Allt frá því þegar Írakar réðust inn í Kúvæt hafa Sameinuðu þjóðirnar haldið uppi ströngu viðskiptabanni á íröksku þjóðinni. Á þessum tíma hefur hátt í milljón manna, þar af rétt tæplega 600 þúsund börn, dáið úr vannæringu í Írak. Í þessu landi, þar sem einar stærstu olíulindir heimsins voru þjóðnýttar svo þjóðin naut GÍFULEGRAR velmegunar, ríkir nú eitt mesta volæði sem um getur. Kílóið af hrísgrjónum kostar um það bil ein mánaðarlaun, pakki af mjólkurdufti kostar tvenn mánaðarlaun. Það er greinilegt að viðskiptabannið kemur harðast niður á óbreyttum borgurum landsins, sérstaklega veikustu þegnum samfélagsins, börnum og gamalmennum.

En hver er réttlætingin? Sumir segja að allar þessar hörmungar standi af Saddam Hussein, en hann er einvaldur af gamla skólanum („Ríkið? Það er ég“). Jafnvel þótt menn rengi mig og ætli að taka hvernig Kúrdauppreisnin í stríðinu fyrir tíu árum var barin niður, en gleymið því ekki að þeir eru ekki þeir einu sem hafa barið uppreisn niður með harðri hendi. Ennfremur má ekki gera hann ábyrgan fyrir hörmungum landa sinna síðustu tíu árin með neinum skynsemisrökum.

En hver ber ábyrgðina. Að sjálfsögðu ber fyrst að nefna Öryggisráð SÞ fyrir að setja viðskiptabannið á; þá ríkistjórn Bandaríkjanna sem hafa oft beitt neitunarvaldi gegn því að viðskiptabannið verði endurskoðað; heldur má ekki gleyma þeim sem hafa fullgilt viðskiptabannið fyrir hönd þjóðar sinnar, þar með taldir Jón Baldvin Hannibalsson og Halldór Ásgrímsson sem eru þeir sem hafa verið utanríkisráðherrar á þeim tíma sem viðskiptabannið hefur verið í gildi. Allir þessir eru sekir um samábyrgð á 1 milljón mannslífa.

En hvernig rökstyð ég fullyrðingar mínar? Ég vitna í fjórða Genfarsáttmálan frá 12 ágúst 1949. Meðfylgjandi er útdráttur úr sáttmálanum fengið úr bækling Rauða Krossins 1991 í gegn um vefinn aldeilis.net

Nokkrar grundvallarreglur
1. Þeir sem eru óvígfærir og þeir sem ekki eiga beinan þátt í stríðsátökum eiga rétt á því að virðing sé borin fyrir lífi þeirra og að siðferðileg og líkamleg helgi þeirra sé tryggð. Hvað sem að höndum ber skulu þeir njóta verndar og mannúðlegrar meðferðar án þess að þeim sé mismunað þeim í óhag.

2. Bannað er að lífláta eða særa óvin sem gefst upp eða er óvígfær.

3. Stríðsaðilar og herafli þeirra hafa ekki frjálsar hendur er þeir velja sér stríðsaðferðir og leiðir. Óheimilt er að nota vopn eða beita stríðsaðferðum sem valda ónauðsynlegu tjóni eða óþarfa þjáningum.

4. Stríðsaðilar skulu ætíð gera greinarmun á óbreyttum borgurum og hermönnum í því skyni að hlífa óbreyttum borgurum og eignum þeirra. Hvorki má ráðast á óbreytta borgara sem heild né sem einstaklinga. Árásum skal einungis beina að hernaðarlega mikilvægum skotmörkum. Börn og konur skuli njóta sérstakrar virðingar og skuli vernda gegn hvers konar ósæmilegum árásum.

5. Eftirfarandi athafnir eru bannaðar sérstaklega undir hvers konar yfirvarpi, hvort sem að þeim standa borgaraleg eða hernaðarleg yfirvöld: Ofbeldi gegn lífi einstaklinga, heilbrigði og líkamlegri eða andlegri heilsu..; gíslataka; hóprefsingar; hótanir um að fremja ofangreinda verknaði…

6. Lagt er bann við því að svelta óbreytta borgara. Ekki má ráðast á … eða gera ónothæf verðmæti sem eru brýn forsenda þess að fólk lífi af, svo sem matvæli, landbúnaðarsvæði, uppskeru, búsmala, drykkjarvatnsveitur og drykkjarvatnsbirgðir sem og á áveitukerfi.

Gildisvið
Sáttmálarnir og bókunin eiga við þegar lýst er yfir stríði og hvar sem vopnuð átök verða milli tveggja eða fleiri aðila að sáttmálunum og bókuninni, allt frá upphafi þess ástands, jafnvel þó annar aðilinn líti ekki svo á að um stríð sé að ræða….Í þeim tilvikum sem sáttmálarnir, bókunin eða aðrar alþjóðasamþykktir gilda ekki, eða ef samþykktunum er sagt upp, skulu óbreyttir borgarar og þeir sem berjast njóta verndar samkvæmt grundvallarreglum alþjóðalaga sem byggjast á hefð, grundvallarreglum mannúðar og viðurkenndum siðareglum.

Viðurlög
Þessar greinar höfða til samvisku allra manna um sérlega alvarleg brot á sáttmálunum og bókununum og ef ekki er refsað fyrir þau jafngildir það rýrnun mannlegra gilda og mannúðarhugtaksins í heild sinni.

Alvarlegt brot telst það þegar einhverri af eftirfarandi gerðum er beint að einstaklingi epa eignum sem njóta verndar samkvæmt sáttmálunum og bókuninni (I):…..það að valda af ásetningi mikilli þjáningu eða alvarlegu tjóni á líkamlegri eða andlegri heilsu; sérhver vanræksla af ásetningi sem stofnar einstaklingi í alvarlega líkamlega eða andlega hættu;…árásir á almenning, óbreytta borgara,…, handahófskenndar árásir…vitandi að slíkar árásir valda dauða, meiðslum á óbreyttum borgurum eða skemmdum á almannaeignum sem eru of miklar í samanburði við raunverulegan og beinan hernaðarlegan ávinning sem vænst er af árásunum; árásir á fólk sem vitað er að er óvígfært;…

Sáttmálinn og bókunin leggja þá skyldu á herðar yfirvalda að þau setji lög með refsiákvæðum við hæfi fyrir þá sem fremja alvarleg brot eða skipa öðrum að fremja slík brot. Þau leiti þeirra einstaklinga sem sakaðir eru um að hafa framið brot eða skipað öðrum að brjóta sáttmálana, þar sem talin brot vegna aðgerðaleysis þegar mönnum ber skylda til að bregðast við.

(úr Mannúðarlög: Meginreglur Genfarsáttmálanna og viðbótabókanir, útg. Rauði kross Íslands, 1991)



—————————————— ————————-