Víkingabær? Ég var í Canada í sumar og það var margt sem að ég sá í ferðamennski sem að þyrfti að taka sér til fyrirmyndar…en það var svona sérstaklega eitt sem að stóð upp úr, og það var svona bær (heitir Lower Fort Garry og er reyndar gamallt virki) sem að var búið að hópa fullt af gömlum húsum á og jafnt inni í og fyrir utan þau var búið að setja gamla muni.
Síðan voru leikarar sem að voru þarna allan daginn og léku sérstök hlutverk. Allt frá þjónustustúlkum upp í þingmenn eftir því í hvaða húsi þú varst. Ég hugsaði lengi um hvað það væri gaman að hafa svona bæ hérna á Íslandi. Þarna voru leikararnir að gera sömu hluti og tíðkuðust áður fyrr og haldnar voru bökunarkeppnir og svona meðal þorpsbúa og manni leið eins og einn af þorpsbúum að ganga þarna í gegn. Síðan sá ég grein í Mogganum þar sem að talað var um að gera svona í Grindavík að ég held…svolítið síðan að ég las greinina. Vitið þið eitthvað hvar það mál stendur? Verður það gert?
Ég veit vel að við höfum svona söfn með gömlum munum auðvitað en það vantar alla leikaranna sem að lífga tímann við í staðinn fyrir að maður er að horfa á einhverja gamla rykfallna hluti í gegnum gler. Þá sér maður líka munina notaða (auðvitað eftirlíkingar) og hvernig og hvað fólk gerði á þessum tíma. Hvernig daglegt líf var.
Það væri eins og mig minnir að sagt hafi verið í greinni í Mogganum hægt að fara með skólakrakka þarna og það er vitað mál að maður lærir miklu betur ef að maður upplifar hlutina heldur en ef að maður er að lesa um þá í loftlausri leiðinlegri kennslustofu. Hvað finnst ykkur um þetta? Vantar Ísland ekki að minnsta kosti eitt stykki víkingabæ?
Og ef vel gengur er hægt að fara aðeins framar í tímann og gera bæi eins og allt var frá árunum 1800-1900? Jæja ég vona að það sé ekki mikið að villum hjá mér…þessi grein var skrifuð í flýti :)
“No bastard ever won a war by dying for his country. He won it by making