Vegna mikillar umræðu um kannabis hér á huga undanfarið datt mér í hug að koma með smá úttekt á sögu kannabis í Bandaríkjunum.

Kannabis var ræktað í BNA frá því að landnemarnir settust þar að. Til eru heimildir fyrir því að mætir menn eins og George Washington og Thomas Jefferson hafi ræktað og reykt hamp. Áður en hampur var bannaður þá voru reykingar það einna sísta sem hann var notaður í. En læknisfræðilega var hann notaður til að losa um þrengsli í lungnapípum, slá á mígreni og sem lækning við gláku.

Það sem hampurinn var notaður hvað mest í var iðnaður og fatagerð. Meira að segja orðið canvas er dregið af orðinu canabacius. Þegar landnemarnir voru að byggja upp BNA voru flest þeirra föt unnin úr hampi, fyrstu LEVI'S buxurnar voru úr hampi, fyrstu bandarísku fánarnir, bandaríski herinn notaði reipi úr hampi og einnig var hann notaður til að búa til bréfsefni. Hampur er líka mjög gott efni í pappír því fyrir hverja ekru sem af kannabis er hægt að vinna pappír sem jafngildir pappír úr 4.5 ekrum af trjám. Einnig var sá pappír mun betri í þá daga og yfir 90% af pappír var unnin úr hampi. Meira að segja stjórnarskrá Bandaríkjanna er skrifuð á hamp.

En hvað gerðist? Af hverju bönnuðu Kanarnir þá þetta eðal hráefni???
Til að útskýra það þá kynnum við til sögunnar William Randolph Hearst, iðnjöfur, fjölmiðlakóng og fyrirmynd Orson Wells fyrir Citizen Kane.
Eftir borgarastyrjöldina var byrjað að nota pappír unnan úr trjám í mun meiri mæli því vinnsluaðferðin var mun ódýrari. En um miðjan fjórða áratuginn varð kynnt vinnsluaðferð sem gerði vinnsluna á hampi í pappír ódýrari en trjáaðferðina.
Þar sem Hearst hafði fjárfest gríðarlega í timbur- og pappírsmyllum tapaði hann gífurlegum fjárhæðum á þessu.

Hvað gerði Hearst þá? Hvernig gat hann losað sig við keppinautinn?
Svarið var einfalt og snilldarlegt. Hann notaði allan trjápappírinn sinn í gulu pressuna og birti meðal annars fyrirsagnir eins og þessa sem birtis í San Fransisco Examiner:
“ Marijuana makes fiends of boys in 30 days: Hashis Goads Users to Blood-lust!”.
Það sem hann birti ekki voru rannsóknir ríkisins um bentu ekki til þess að marijuna væri skaðlegt heldur einmitt hið gagnstæða (samkvæmt rannsóknum BNA frá um 1930).

Hann dældi út greinum sínum um skaðsemi kannabis og auðvitað beit almenningur á, dagblöð segja jú alltaf satt. En það var ekki nóg, hið raunverulega takmark var að fá kannabis bannað af þinginu.

Á sama tíma og þetta gekk á voru DUPONT (sem áttu einkaleyfið á trjápappírsvinnsluferlinu) í fjárhagskröggum vegna mikilla fjárfestinga sem þeir höfðu lagt í uppgötvun gerfiefnanna rayon og nælon - beinir keppinautar hamp fatnaðs og reipis.

And the plot thickens! Þá kynnum við til sögunnar Andrew Mellon, forstjóra Mellon bankans (sem var aðal fjárfestirinn í DUPONT), ritari fjármálaráðuneytisins og maðurinn sem tilnefndi Harry Anslinger sem yfirmann Federal Bureau of Narcotics. Anslinger var giftur frænku Mellons.
Anslinger var svo fengin til að vitna fyrir þinginu um kannabismállið og mest af hans vitnisburði kom frá blaðagreinum úr blöðum Hearst. Í þessum vitnaleiðslum sagði hann meðal annars: “Marijuana is the most violence-causing drug in the history of mankind.” Og blöð Hearst vitnuðu svo í greinum sínum í Anslinger þar sem hann talið um skaðsemi kannabis.

En þegar Laguardia Marijuana skýrsla New York borgar bar til baka öll ummæli Anslingers um ofbeldishneigð árið 1944 hvað við annað hljóð hjá honum. Þá hélt hann því fram að marijuana gerði unga drengi svo friðsæla og friðelskandi að þeir myndu ekki vilja fara í stríð og verja Bandaríkin gegn óvinum sínum.
En þá hafði kannabis þegar tapað því löggjafarþing Bandaríkjanna bannaði það 1937.

Hears og DUPONT unnu og hlógu örugglega alveg rosalega að öllum vitleysingunum. En það var á fjórða og fimmta áratugnum og fólk hlýtur að vera mun upplýstara í dag um nytsemi þessarar plöntu?
Held nú ekki. Í dag fara gífurlegar fjárhæðir í að lögsækja ræktendur og notendur og vitna enn í áróður Hearst. Bandaríkjamenn veita fjárhagsstuðning til annarra landa til að úða uppskerur með eitrinu PARAQUAT, jafnvel þótt eitrið sem mun skaðlegra náttúrunni en hampur gæti nokkurn tíma orðið. Jafnvel framleiðendur PARAQUAT hafa beðið stjórnvöld um að hætta að nota eitrið í þetta. Reagan forseti svaraði þessu svo: “Marijuana is illegal and harmful drug. If you don't use it you don't have to worry.”

Maðurinn sem tók við af Reagan var svo George Bush. Hann var mjög stífur á banninu við ræktun hamps… en fjölskylda hans á ráðandi hlut í Eli Lilly lyfjafyrirtækinu ( og hann var framkvæmdastjóri þess 1977 - 1979) en einmitt þetta fyrirtæki hefur verið að reyna að framleiða virku efnin í kannabis (án árangurs) og gæti misst 1/3 af einkaleyfum sínum, sem meðal annars innihalda lyfið Darvon, yrði kannabis leyft.
En Bush hefur alltaf gleymt að minnast á það að hampur bjargaði lífi hans. Þegar hann stökk út úr brennandi flugvél sinni yfir Kyrrahafinu í WWII var fallhlífin hans ofin algjörlega úr hampi!

Og ef við berum saman kannabis og alkohol:
80% af öllum ofbeldisverkum eru unnin undir áhrifum alkahols meðan að kannabis gerir mann svo friðsælan að það gæti grafið undan stríðsrekstri Bandaríkjanna.
Og er hægt að vinna pappír, reipi, fatnað, dúka og ódýrari lyf úr brennivíni???


Datt bara svona í hug að láta ykkur vita :)