Árið 1948 tóku Kanarnir og Tjallinn sig til, drógu fram landakort af Írak og teiknuðu hring í kring um allar mikilvægust olíulindir landsins. Þennan hring (sem er þó ekkert sérstaklega hringlaga) kölluðu þeir Kúveit.
Þetta er stysta og skýrasta útskýringin af tilurð ríkisins Kúveit. Þegar Kúveit var stofnað misstu Írakar helstu tekjulind sína: olíuna. Þetta er svipað og ef við Íslendingar fengjum aftur 12 mílna fiskveiðilögsögu og hinum 188 mílunum yrði gefið Vestmannaeyjum sem síðan fengju að verða sér ríki svo að Kanar og Bretar gætu nú fengið fiskinn sinn á litlu sem engu verði.
Kúveit á að vera, út frá sagnfræðilegu sjónarmiði, hluti af Írak. Þetta veit Saddam og þetta vita allir sem vilja vita. Það að Bandaríkjamenn vilji ráðast inn í Írak (undir því yfirskyni að Saddam og Osama séu bestu vinir og ætli í sameiningu að gjöreiða allri Bandarísku þjóðinni með háþróuðum efna og kjarnorkuvopnum) er ekkert nema hræsni og valdakúgun!
Íraksforseti samþykkti í gærkvöldi að hleypa fólki frá SÞ inn í Írak til þess að hafa eftirlit með vígbúnaði þeirra. Þetta er stórt skref af þeirra hálfu í átt til friðar á þessu svæði. Bandaríkjamönnum er hinsvegar slétt sama! Þeir eru búnir að ákveða að ráðast inn í Írak og þar við situr.
Það sem herra Bush og herra Powell og allir vinir þeirra í hvíta húsinu átta sig ekki á er að ef að þeir ráðast inn í Írak, þá ættu þeir einnig að ráðast inn í Ísrael (Ísraelar stunda skipulögð hriðjuverk gegn nágrönnum sínum palestínumönnum), Pakistan, Georgíu, Armeníu, Úsbekistan, Lýbíu, Súdan osfrv. osfrv. Allt eru þetta ríki sem á einn eða annan hátt tengjast hriðjuverkum.
Að lokum ætla ég að benda ykkur kæru lesendum á tvennt:
1.Meirihluta þeirra vopna sem Írak býr yfir eru framleidd í Bandaríkjunum.
2.Fleiri Bandamenn féllu af eigin hendi en Íraka í Persaflóastríðinu á sínum tíma.

Kveðja, MCBrútus