Mér finnst að alþingismenn séu að missa sjónar á því hvað hlutverk ríkisvaldsins er. Hlutverk ríkisins er að tryggja hagsæld og velferð íbúanna.

Hagsæld og velferð íbúanna er hins vegar ekki það sem alþingismennirnir túlka sem “frelsi þeirra sem eiga mikla peninga til að fá peninga frá þeim sem minna hafa” eða “réttur ríkisins til að mergsjúga skattborgara og setja peninginn svo í æðisleg tækifæri”, dæmi um það eru gæluverkefni eins og jarðgöng fyrir 50 manns, steinsteypuklumpar hér heima og erlendis og svo framvegis og framvegis, nýlegt dæmi er auðvitað kristnihátíðin sem að ríkið á ekki að koma nálægt. Því miður skortir ekki dæmi um þessa skammsýni og kjördæmapot þingmanna.

Ríkisvaldið á bara að hafa það á könnu sinni að við fólkið njótum góðrar menntunar og heilsugæslu. Þetta hefur hins vegar fallið í skuggann af því að ríkisvaldið er að leika matador með ýmsum ríkisbönkum, og er líka farið að leika sér í RISK með því að poppa upp steinsteypublokkum hér og þar um heiminn.

Það er mikið að á Íslandi, einkum á Alþingi þar sem veruleikafirrtir alþingismenn leika sér í matador með okkur og peningana okkar, og segja okkur svo að skipta okkur ekki af því sem kemur okkur ekki við.

Okkar peningar, okkar líf. Við viljum menntun og heilsu. Ekki steypuklumpa sem að nýtast öðrum matadorspilurum.

Og við eigum 100% rétt á því að gagnrýna það sem okkur þykir miður fara, ólíkt því sem hæstvirtir ráðherrar argast útí þegar við drögum í efa gildi ýmissa leikja þeirra í þeirra einkaMatador.

Þetta þjóðfélag er orðið þreytt og stefnir núna í að verða eins og austantjaldslöndin voru, þar sem að vinir ríkisstjórna fá peninga almúgans á silfurfati á meðan að það að kaupa sér í matinn krefst meirihluta launa almennings.

Margt og mikið sem ég vil agnúast útí allt þetta helvítis rugl sem fer fram í skúmaskotum Alþingis en þetta verður að duga eins og er.
Summum ius summa inuria