Þessi grein Garry Kasparovs birtist 6 ágúst í “Opinion Journal” hluta Wall Street Journa og heitir “The Next Battle”. Þetta á að vera nokkuð nákvæm þýðing en sýna ekki endilega skoðanir mínar.

“Næsta Oursta”

STRÍÐIÐ ER EKKI UNNIÐ ENN

Tökum af skarið gegn Baghdad–og Damascus, Theran og Riyadh.

Eftir Garry Kasparov

6 Desember 1941, var Seinni Heimsstyrjöldin á fullu. Eins og Japönsku árásirnar á Perluhöfn, þá ýttu árásirnar 11 Sept. Ameríkönum inn í baráttu um framtíð Vestrænnar menninar–baráttu sem Bandaríkin höfðu litið framhjá of lengi.

Eins og í Seinna Stríði, byrjaði stríð hryðjuverkamanna með árásum á Gyðinga. Allar tilraunir til að aðskylja Ísrael-Palestínu átökin frá stríðinu gegn hryðjuverkum er tilgangslaus. Enn og aftur er verið að byggja upp væntingar um friðaráætlun í Mið-Austurlöndum, en ég er sannfærður um að það sé vonlaust að leita aðskilinnar lausnar á vandanum áður en sigur er í höfn gegn hryðjuverkamönnum.

Eins og á árunum eftir 1930 þá verður allur dráttur á að framkvæma þetta stríð til þess að sigur verður dýrkeyptari, ekki bara í töpuðum lífum í Palestínudeilunni, heldur einnig í lífum Vestrænna borgara sem verða skotmörk. Ríkjandi skoðanir segja stríðið gegn hryðjuverkum muni taka áratugi. Ég trúi ekki að það muni nærri það legni.

En áhersla Ameríku á heimavarnir gætu reynst varasamar ef þær valda kæruleysi í árásarstríði. Þó að það sé mikilvægt að styrkja heimavarnir þá lofar varnarbarátta ekki góðu ef árásarþáttin vantar.

Engin skjöldur, flugvallareftirlit, eða njósnakerfi verða nóg ef að öfgar Islam ná að festa sig í sessi, með aðgang að fjármagni, þjálfun og áróðri. Það er ódýrara og auðveldara að framkvæma hryðjuverkaárás en að koma í veg fyrir hana: Kostnaðurinn við velheppnaða árás á Bandaríkin gæti verið $10 milljónir eða minna; kostnaðurinn fyrir Bandaríkin væri mörgum sinnum það. Tími og kostnaður vinna með hryðjuverkamanninum, þannig að því lengur sem tekur að uppræta þá, því minni hætta er á annari árás á BNA.

Ef að á að sigra hryðjuverkamenn fljótlega, verður Bush að einbeita sér að tveim atriðum: að framkvæma ákveðna gagnárás og forðast algerlega að friðþæja óvini okkar.

Í sambandi við það fyrra, þá var að sumu leyti auðveldara að berjast við hinn uprunalegar “Möndul hins Illa” fyrir 60 árum. Herir og verksmiðjur Þýskalands og Japans voru augljós skotmörk. Í dag myndu loftárásir hafa takmarkaðan tilgang. Að skera á fjármögnun hryðjuverka er mikilvægara, en eins verða landherir að spila mjög ákveðið hlutverk.

Stríðið gegn hryðjuverkum hefur sterka pólitíska vídd. Það felur í sér að BNA verða að endurbyggja lönd sem hafa verið eyðilögð af ofsatrúármönnum Islam. Við getum ekki beðið eftir að þessi lönd(íbúar þess) frelsi sig sjálf. Það verður nöldrað um nýja nýlendustefnu. En spyrjið Afghana hvor þeir séu betur settir nú. Það er okkar hagsmunir að aðrir séu frelsaðir líka.

En árás verður að koma fyrst. Baghdad er næsta stopp en ekki síðasta. Við verðum líka að hafa áætlanir fyrir Tehran og Damascus, að ekki sé talað um Riyadh. Aðferðir verða mismunandi en markmiðið –alger uppgjöf hryðjuverka–er á hreinu. Þegar Bandarískur landher er kominn til Írak, verða skilaboðin skýr til allra sem styðja hryðjuverk að leiknum sé lokið.

Framhald seinna…