Það er nokkur togstreita milli tveggja skoðana sem ég hef
myndað mér þessa dagana um það hvernig sé best fyrir þetta
mannkyn að halda áfrám þróun sinni og ná einhverskonar
hærra menningarstigi. Ekki það að ég eigi neinn atkvæðarétt í
því máli ein og þarf varla að taka fram heldur er gaman að
velta þessum hlutum fyrir sér.

Taka skal fram að þegar ég velti þessum hlutum fyrir mér
reyni ég að hugsa í stærra samhengi eða 4000-10.000 ár
fram í tíman og á það löngu tímabili skiptir sú staðreynd að
5000 manns drepast hér og þar sáralitlu máli. Alls ekki má
líkja þessum skoðunum við einhverskonar nasisma enda
ekki ætlaðar sem slíkar.

——

En hvað um það

Spurning væri, eins og sumir vilja að kerfið “hinir hæfustu lifa
af” verði notað í þessum skilningi sem ég get verið sammála
að mörgu leiti, ef við skiptum okkur ekki af hvoru öðru,
mannréttindabrot í kína og afríku yrðu liðin af okkur sem búa á
vesturlöndum. Við myndum ekki senda þróunaraðstoð til allra
barnanna í afríku og þau myndu þar að leiðandi deija úr
hungri og sjúkdómum, nema auðvitað þau sem myndu þróa
mótefni gegn honum eins og er nú þegar búið að gerast td.
með HIV veiruna. Sterkari aðilinn myndi vinna öll stríð og þar
fram eftir götunum

Þessi kostur virðist mjög góður í augum margra og skil ég
það svosem óskup vel, þetta fólk virðist eiga einhvern draum
um sterkara mannkyn sem verður ónæmt gegn sjúkdómum
nokkurskonar “dream team” ef mér leyfist að nota slettur.

En einhvernveginn finnst mér þetta óskup vanhugsað allt, í
fyrsta lagi þarf ekkert að spá í hvernig á að “stjórna” þróuninni,
hún í eðli sínu stjórnar sér sjálf og ekkert þarf að gera í því.

En ég fór að hugsa málið nokkuð mikið og komst að annari
niðurstöðu en þeirri sem ég taldi fyrst rétta og hún er
eftirfarandi:

Fyrrnefnd athugun skapar án efa líkamlega sterkara mannkyn,
mannkyn sem ekki myndi hika við að stela mat af þér ef því
gæfist tækifæri til þess en er það það sem við raunverulega
viljum? viljum við einhverja afturþróun í þessu efni? svarið að
mínu mati er nei. Ég vil mannkyn sem er sterkara
vitsmunalega og félagslega séð mannkyn sem hjálpar hvoru
öðru þegar hætta steðja að. Þessi þróun fæst ekki með neinu
öðru en skilning á aðstæðum fólks og vel upplýstu fólki.

Þetta er samt mjög flókið málefni hver segir að okkar
heimspeki sé endilega sú rétta? hver á að segja til um hver er
hin eina rétta stefna? Svarið í mínum huga er að það er engin
rétt stefna, lýtum a kína sem dæmi, þar er menning mjög ólík
okkar en hún hefr fúnkerað ágætlega hingað til, einnig verðum
við að muna að líta ávallt á hlutina í víðara samhengi útfrá
sögu mannsins og ekki aðeins 5 ár fram í tíman eins og
sumir virðast gera. Auðvitað er það göfugt málefni að reyna að
bjarga einni móður barns eins og sumir hér eru að gera en
við verðum einning að hugsa um hvað margar mæður eru
myrtar árlega útaf svipuðum aðstæðum.

Einnig segir ekkert að við vesturlönd höfum áunnið okkur rétt
til þess að vera löggur heimsins.