Kona grýtt til bana, getum við gert eitthvað! Eins og þið eflaust hafið heyrt í fréttum hefur rétturinn í norður Nigeríu staðfest dóminn yfir hinni 30 ára Amina Lawal um að hún verði grýtt í hel vegna þess að hún eignaðist barn utan hjónabands. Barnið hennar kom undir áður en Sharia lögin voru lögleidd í þessum hluta landsins. Það á að grýta konuna, þegar hún er ekki lengur með 8 mánaða gamla dóttur sína á brjósti.
Verjendur Lawal hafa 30 daga til að áfrýja dómnum. Á heimasíðu Amnesty International í Englandi getur þú skrifað undir opið bréf til forseta Nigeríu og mótmælt dómnum. Það hafa yfir 272.000 manns þegar gert og ég skora á þig að vera með. <b>Klikkaðu <a href="http://www.mertonai.org/amina/OpenLetter.htm" target=new>hér.</a></b>

Það fara oft á stað svona undirskrifta safnanir fyrir hinu og þessu, en ég tel að þessi muni vonandi gera eitthvað gagn því það er Amnesty International sem stendur fyrir henni. Það tekur þig nokkrar sekúndur að setja þitt nafn þarna inn! Ekki láta leti stoppa þig í að leggja þitt að mörkum!

Ef html-ið klikkar þá er þetta urlið http://www.mertonai.org/amina/OpenLetter.htm
Kv. EstHer