Ég fór að pæla í þessu um daginn hvort að það ætti að leyfa samkynhneigðu fólki að gifta sig í kirkju hérlendis eða bara á hvaða stað sem er í heiminum. En það er nefnilega þannig að ég kom auga á þessa grein þar sem var verið að tala við sannkristið ungmenni. Þau voru síðan spurð hvert viðhorf þeirra væri gagnvart samkynhneigðum og þar sá ég dálítið sem að ég er sammála ef að þetta sé satt sem að þau segja en það er að í Biblíunni er talað um það að karlmenn eiga ekki að vera með öðrum körlum og konur ekki með öðrum konum.
En það sem að mér finnst kannski vera málið er að fólk sem að er samkynhneigt er verið að biðja Guð um að blessa samband þeirra en mér finnst ekki rétt að þau geri það því að þetta er eitthvað sem að er sagt í biblíunni að eigi ekki að vera að gera, það er fólk á ekki að leggjast hjá öðru fólki af sama kyni.
Ég hugsa að langflestir sem að gifta sig í kirkju og bara flestir yfir höfuð séu búin að gleyma að gifting er trúarleg athöfn.
Mér finnst að það ætti að leyfa samkynhneigðum að gifta sig borgaralega eða hjá sýslumanni svo lengi sem að þau eru ekki að biðja Guð um að blessa eitthvað sem að Guð hefur áður sagt að sé synd.
Fólk lítur ekki á það sem gott og gilt ef að þjófur bæði Guð um að blessa sinn þjófnað. (kannski er þetta fullgróft dæmi, en þið skiljið vonandi hvað ég er að meina með þessu).
Margir samkynhneigðir segja kannski núna að þeir séu kristnir og þess vegna langar þeim náttúrulega að fá að gifta sig í kirkju, en eins og áður sagði þá væru þeir að biðja Guð um að blessa eitthvað sem að hann var búin að segja áður að hann vildi ekki hafa.
Hvað finnst ykkur um þetta mál?

En bara svona rétt í endann þá vill ég segja að ég sé ekki fordómafull, ég þekki fullt að samkynhneigðu fólki og þau eru öll alveg frábær og yndisleg og ég sé ekki neitt annað sem að ég mundi ekki vilja sjá lögleitt hér á Íslandi fyrir samkynhneigt fólk annað en þetta, mér finnst að þeir mættu ættleiða börn og allt annað sem að þau hafa verið að berjast fyrir en eins og áður sagði bara ekki þetta því að þá eru þau að biðja Guð um að blessa það sem hann hefur sagt að hann vilji ekki blessa og það finnst mér vera orðið fullgróft.