Ég hef aldrei fundið fyrir eins miklu óöryggi á heimaslóðum eins og núna vegna sumarlokana og fjárskorts ríkisspítalanna. Ég hef búið erlendis mjög lengi og aldrei fundið fyrir þessari hræðslu fyrr en núna þegar heim er komið á ný. Þetta er óviðunandi og greinilegt að kerfið þolir ekki ríkisreknar stofnanir lengur. Lítum bara á Háskóla Íslands til dæmis, þar er allt í pati.
Það verður að koma á sjúkratryggingakerfi hérna þar sem að hver einstaklingur borgar tekjutengda upphæð á mánuði, annað virðist ekki vera hægt ef halda á lífi í þeim einstaklingum sem að veikjast og þá sérstaklega að sumri til. Ég bið til guðs að hvorki ég né aðrir sem ég þekki veikist á sumartíma. Eingöngu sú vitneskja a ðþað sé ódýrara að láta sjúklingana deyja heldur en að lækna þá vekur upp mikinn óhugnuð hjá manni og vantraustið er algjört!!!
Þetta er óviðunandi ástand og ekki skv. læknaeiðnum þar sem að hver eintaklingur á völ á bestu læknisþjónustu sem völ er á. Nóg er af góðum læknum en ekki er til fjármagn. Óhugnanlegt ekki satt??