Forsetaembættið og þjóðsöngurinn Ok, það er könnun núna á forsíðu hvort leggja eigi niður forsetaembættið, og ég svaraði nei. Mér finnst það ekki rétt. Ok, kannski gerir forsetinn lítið annað en að skrifa undir einhver frumvörp og eina valdið sem hann er með í rauninni er neitunarvaldið, sem ég veit ekki til um að forseti á Íslandi hafi nokkurn tímann notað. Það væri bara eitthvað svo skrýtið að hafa engann forseta, og svo er þetta bara hefð hjá löndum að hafa forseta, eða þá kóng og drottningu. Það er erfitt að útskýra endilega afhverju ég vil hafa forseta, en þetta er bara svona. Og svo eins með þjóðsönginn, það væri fáranlegt að fara að breyta honum núna, þetta er bara þjóðartákn, og þótt það sé erfitt að læra hann og það er talað mikið um Guð í honum, ég meina, mynduð þið eitthvað syngja þjóðsönginn meira ef það væri ekki fjallað um Guð í honum, hafið þið eitthvað reynt að læra hann? Og hvað, á svo bara allt í einu að ákveða að hafa engan forseta eða breyta þjóðsöngnum, það væri nú eflaust eitthvað skrýtið.

Það eru bara ákveðnar hefðir sem mér finnst að eigi að halda í, þá er ég ekki að segja allar hefðir, bara sumar. Vonandi skiljið þið eitthvað hvað ég er að reyna að segja hérna. Takk fyrir.