Nú er grunnt á því góða milli gamalla vina USA og Saudi fjölskyldunnar, en Saudi Arabia(SA) er í rauninni bara ættarveldi, eftir að lekið var skýrslu úr Utanríkisráðneyti USA þar sem Saudarnir eru kallaðir óvinir USA. Mikið hefur verið rætt hvort ríkið þarfnist hins meira en fram að þessu hefur verið talið að SA hefði hreðjatak á USA vegna olíuhagsmunanna. Nú eru ekki sérfræðingar vissir um þetta vegna, sérstaklega vegna vaxandi samvinnu USA og Rússlands og fyrrverandi Sovét landa, en þaðan streymir nú olían sem aldrei fyrr. Saudarnir hafa mikla aukaframleiðslugetu í olíunni og geta haft mikil skammtíma áhrif en ef þeir halda verði of háu þá “venja” Kanarnir sig bara fyrr af þeirra olíu og kaupa meira af t.d. Mið-Asíu líðveldunum.

En fátt getur komið í veg fyrir hnignun Saudanna, olían er ekki eilíf og hlutfallslega ódýrari en áður, en þjóðinni fjölgar hratt með þeim afleiðingum að þjóðartekjur á mann hafa hrunuið úr $20.000+ í tæpa $9.000. Fólkið hvefur verið vanið við að fá allt gefins og þarmeð frekar lélegt til vinnu svo flytja verður inn vinnuafl í stórum stíl, en það er ekki alltaf farið vel með það samanber sögurnar af filipínsku barnapíunum. Eins og máltækið segir “The Devil will find work for idle minds” og það gerist í SA þar sem “reiðir ungir menn” falla fyrir hatursáróðri Islam klerkanna gegn Vestrinu og gyðingum. Árangurinn sést í Bin Laden og WTC árásunum. Það var einmitt í umræddri skýrslu sem það var gangrýnt að Saudisk stjórnvöld veita fé í trúarskólana þar sem þessi hatursáróður fer fram, líklega til að beina gagnrýni og óánægju frá óstjórn, ráðaleysi og sukki heimafyrir.

Elítan, þ.e. Kóngar og prinsar Saudanna, sem eru tugir þúsunda lætur sem ekkert sé og skammtar sér fé eftir “behag” og lifir í geðveikislegum flottheitum. Sýnishorn af því var í Genf nýlega en Fhad kóngur var þar vegna veikinda með nokkur hundruð manna fylgdarlið. Þeir pöntuðu allar helstu svíturnar í borginni og limmuflotinn dugði ekki svo það voru fluttar inn 150 limmur í skyndi, svo voru lúxusverslanir opnaðar um nætur ef Saudarnir óskuðu eftir. Á sama tíma er verið að skera niður þjónsutu til almennings, þ.e. ekki allt ókeypis lengur og farin eru að myndast fátækrahverfi, áður óþekkt fyrirbrigði í SA.

Það virðist vera furðulegur tvískynnungur í sambandi Saudanna og Kananna, t.d. virðast Saudarnir allmennt hafa andstyggð á vestrænum gildum en nýta sér óspart alla þess tækni og neysluvarning, t.d. McDonalds. Vera US Army í þeirra landi sem þeir telja heilagt, sbr. Mecca/Medina er mörgum islamistum þyrnir í auga, og virðist vera það versta í augum Osama bin Laden. Kanarnir komu Kuwait til bjargar þegar Saddam réðst inn og hafa garanterað varnir SA gegn honum, auðvitað með Bandaríska olíuhagsmuni af leiðarljósi. Nú þegar Bush will klára Saddam þá vilja arabalöndin í kring ekkert gera þó hann væri einn daginn lýklegur til að beyta kjarnorkuógn til að kúga þessa nágranna sína. Þetta sýnir hvernig arabalöndin eru ósamstarfshæf þrátt fyrir yfirlíst bræðralag araba svona eins og “disfunctional” fjölskylda sem hangir saman í aðgerðarleysi.

Saudarnir eru andlega í miðaldarsamfélagi en lifa við nútímatækni, og mikið skortir á mannréttindi en það hafa Bandaríkjamenn lítið gagnrýnt. Enn eru þjófar handhöggnir og morðingjar hálshöggnir, og fyrir skírlífisbrot eru konur grýttar til dauða, held að karlar fái að sleppa með húðstrýkingu. Konurnar sleppa ekki þó prinsesssur séu fyrir um 20 árum var ein hálshöggvin því hún vor of “létt á því” með útlendingum.Og enn má stundum sjá svona auglýsingar í blöðum þar; “ Á sunnudaginn verður dóttir okkar grýtt til dauða við sundlaugina hjá okkur, allir velkomnir.”

Til að fræðast meira um þetta furðuland get ég bent á bókina “The Saudis” eftir Söndru Mackey ISBN 0-451-17051-2

IDF