Sagan endurtekur sig ? Ok ég vissi eiginlega ekki hvar ég átti að setja þetta inn svo ég ákvað að forsíðan væri kannski best.
Flest höfum við heyrt að sagan endurtaki sig ávellt svona í grófum dráttum.
Núna þegar stór hluti Evrópu er að hverfa undir flóð þá datt mér í hug að það væri kannski kominn tími til að skoða biblíusögurnar aðeins betur og þá sérstaklega Nóaflóðið.
Þegar það á að hafa gerst þá á allur heimurinn að hafa farið undir vatn, en í raun hvað var allur heimurinn hjá þessu fólki? Var það kannski bara þetta svæði sem fólk bjó á?
Í dag á tækniöld þá er heimurinn kannski aðeins stærri.
Ef við gefum okkur að miðbaugur hafi horfið undir vatn en norður og suður heimskaut og þar um kring hafi sloppið þá getur verið að fólk hafi lifað á þeim slóðum til dæmis Alaska og ísland og fleiri staðir á þeirri gráðu eða þar um kring hafi sloppið þá er ekki víst að Nói eða hans afkomendur hafi gert sér grein fyrir að þar væri fleira fólk á lífi. Allavega ef það hafa bara verið Nói og hans synir ásamt konum hafi komist af þá værum við öll ansi úrkynja og hvernig stendur þá á að fólk er af misjöfnum kynþáttum eins og Asíubúar Svertingjar Indjánar og svo Hvíti maðurinn?
Allavega þá gerast biblíusögurnar að mestu leiti í kringum miðbaug og örkin á að hafa lent á fjallinu Ararat sem er í austur Tyrklandi á landamærum Armeniu og Íran ef ég man rétt. Þannig að mín pæling er er ekki sagan bara að endurtaka sig einusinni enn? Er ekki komið að syndaflóðinu aftur ?
Eða er þetta bara móðir jörð að reyna að laga sig og ósónlagið með að útrýma verksmiðjum og öðru sem telst óæskilegt fyrir náttúruna ?